12.5.2007 | 11:26
Dásamlegt líf.....

Sko mér finnst ég lifa í ævintýri alla daga, ég er mest hrædd um að vakna af þessum draumi.
Dóttir mín sagði við mig um daginn " mamma þú ert bara alltaf í góðu skapi" hvernig var ég þá fyrst að hún hefur ástæðu til að segja svona, mikið ósköp, ég er mjög ánægð yfir þessum ummælum og það er satt ég er eiginlega alltaf í góðu skapi, Það er svo gaman að vakna á morgnanna og hugsa mikið er dásamlegur dagur í dag
frekar en að vera fúll yfir því að vakna yfirleitt. Maður áttar sig ekki á því hvað maður er rosalega heppin fyrr en maður hefur reynt hitt, að vera svo niðurdregin að eina sem kemst að er að hvernig maður getur endað þessa tilveru. Ég verð að segja þó það hljómi væmið að ég er eiginlega ástfangin af lífinu, þetta er eins og að hafa verið í dimmu herbergi og koma svo í upplýstan sal með mildri birtu.

Þessar hugleiðingar mínar má rekja til þess að það hefur svo margt breyst á síðastliðnu ári, allt til hins betra. Ég bara er svo ánægð að ég er við það að springa. Það hefur það enginn betra en ég, ég á þrjú falleg börn, yndislegan eiginmann, góða vini og fjölskyldu.
Jæja ég veit að þetta er hræðilega væmið, so what! Þetta er mitt blogg og ég segi það sem mér sýnist

Klappa fyrir Fríði sem er búin með þroskaþjálfann og mér þykir svoooooo vænt um, klappa fyrir Svandísi sem stendur sig eins og hetja með allt sitt, klappa fyrir mér af því að ég er svo frábær

Meira síðar....................
Athugasemdir
Takk kærlega fyrir klappið Jóna mín og mér þykir líka ofur vænt um þig
Mér finnst þetta bara ekkert væmið hjá þér...bara frábært að þér skuli líða svona vel því þú átt það svo sannarlega skilið. Og ekkert smá gaman að perlan hún dóttir þín skuli minnast á það við þig með góða skapið...frábært að hún segi bara það sem hún upplifir
En njóttu þess að þurfa ekki að læra og ekki síst, haltu áfram að njóta lífsins
kv.Fríður
Fríður Sæmundsdóttir, 12.5.2007 kl. 15:34
Til hamingju með hamingjuna
Jóna mín.
Já það er ekkert smá gaman þegar manni líður svonaVel enda blómstrarðu alveg enda
Ekkert smá dugleg .
Kveðja úr dalnum dásamlegav.m.b.Inga
Inga (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 19:46
Gott að heyra að þér líður vel
Hlakkar ekkert smá til að hitta þig á laugardagskvöldið !! 
Ólöf , 14.5.2007 kl. 20:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.