3.5.2007 | 07:14
ótrúlega dugleg...
Jæja, nú er komið að því, ég ætla að monta mig ( því að það kemur aldrei fyrir) Á síðustu þremur dögum er ég búin að ganga 37 km. Já, þetta er náttúrulega bilun, enda hef ég aldrei haldið því fram að ég væri heil á geðsmunum. En það er búið að vera alveg dásamlegt veður, eins og þið hafið væntanlega tekið eftir, og ekki hægt að vera inni og taka til
. Ég gekk gönguskóna mína eiginlega í tætlur svo að ég fór í gær og keypti mér nýja. Og auðvitað fór ég í nýju skónum í göngutúr í gær og lappirnar á mér bera þess merki
blaðra hér og eymsli þar, en þetta er nú bara það sem fylgir því að eignast nýja skó!
Annars er ég búin með hálft próf ( munnlegt í ensku) og á þá bara skriflega enskuprófið eftir. Ég þarf ekki að taka íslenskupróf því að ég fékk átta í annareinkun
. Það léttir nú heilmikið á hjá mér.
Ég fór á fimleikasýningu hjá yngri dótturinni og ætla að láta hér fljóta með myndband af því, ef það heppnast
Sko annað hvort er það ég ( sem mér finnst mjöööög ólíklegt) eða netið sem er svona hægvirkt þannig að ekkert gengur í að setja myndir og þess háttar, svo hef ég ekki grænan grun um hvort að það birtast einhverjar myndir eða ekki %&@! þannig að ég læt þessu lokið í bili ( frekar pirruð yfir þessu %&@! neti).
Hafið það gott í dag og ekki láta netið ergja ykkur
Athugasemdir
tja eitthvað eru myndirnar málum blandnar
laga það næst þegar ég get ekki sofið
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, 3.5.2007 kl. 07:23
wow 37 km, er bíllinn bilaður? Þurftir þú að labba á Selfoss? Hvurslags, mann verður bara þreyttur heima í sófa að lesa þetta he he
En án gríns, það er sko búið að vera veðrið til að vera úti, og ég er líka dálítið stolt af mér. Núna er átakið "Hjólum í vinnuna" og góðu áformin eru einmitt að hjóla í vinnuna allan mai (sem er ágætis hreyfing, 13 km aðra leið = 26 km á dag
)
Flottar myndir af Didda "poolara" Þetta hljóta að vera góðir dagar hjá honum, þó naumt hafi verið :)
Hafið þið það sem allra best - kv. Unnur
Unnur (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 08:50
37 km !! wow ég á ekki orð. Ég las þetta fyrr í morgun og varð svo mikið um að ég slökkti á tölvunni og fór út að labba, þarf að gera meira af því
Ólöf , 3.5.2007 kl. 09:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.