Fegin að sumir draumar rætast ekki....

Mig dreymdi draum í nótt sem snérist um það að ég var að reyna að finna leiðir til að enda líf mitt, frekar ömurlegur draumur.............. EN þegar ég vaknaði var ég alveg í skýjunum yfir að þetta var draumur því að maður vaknar jú alltaf á endanumWink.  En þessi draumur minnti mig á verri daga og það að ég gleymi kannski alltof oft að þakka fyrir allt það góða sem ég á, bæði vini og vandamenn svo ég tali nú ekki um eiginmanninn sem er kletturinn í lífi mínu.InLove  Allavega finnst mér ofboðslega vænt um ykkur og kannski segi ég það ekki alltaf en mér finnst það samtKissing

Takk fyrir migHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf

Það er ömurlegt þegar að manni dreymir illa   ertu til í að senda mér email addressuna þína á  olof2001@hotmail.com  til að plana skólamótið

Ólöf , 24.4.2007 kl. 14:11

2 identicon

Komdu nú sæl og blessuð Jóna mín. Þetta er Magga Auður gamla Gaulskólasystir þín og vinkona. Fann þig á síðunni góðu fyrir bekkjarmótið. Til hamingju með dóttur þína og gaman að sjá myndir af þér og börnunum. Já með fortíðina var erfitt að lesa, það var nú reyndar oft gaman hjá okkur í Gaul var það ekki? Svo koma unglingsárin og fólk fer í sundur og það er alltaf sárt. En maður gleymir aldrei gömlum tímum  svo glatt eða gömlum og kærum vinum. Mig hefur oft langað að hitta þig og Díönu Lindu skólasystur okkar saman. Ég hef ekki heyrt i henni í yfir 20 ár. Ég hitti Mary Björk í vetur og hún þekkti mig ekki. Svo ætla ég alltaf að hringja i Lindu en ekki hefur en orðið af því.

En við verðum að hittast á skólamótinu, þú og Lölla megið alveg halda í hendina á okkur Hafdísi Við erum öll alltaf óörugg á svona samkomum það skiptir ekki máli hvernig hlutverkaskiptin voru áður. Það hefur svo margt breyst og fólk breyst. Margir bestu vinir mínir í dag (kk) sem eru 1971 voru lagðir í einelti og eiga erfitt með að koma og svo eru aðrir sem fengu félagslega útilokun sem er ekki betra. Ég hef verið að vinna í skóla síðustu ár og þurft að vinna í eineltismálum með regnbogabörnum og hef þvi annan skilning á hlutunum í dag. Ég þarf að biðja ákveðna einstaklinga afsökunar í mínum bekk á að hafa ekki gert neitt til að stoppa einelti gagnvart þeim eða tekið þátt félagslegri útilokun. Kannski þyrfti allur árgangurinn að skoða sig og kannski set ég þessa hugmynd inn á síðuna. En dúllan mín, gaman að koma á síðuna þina og þú ert komin í favorites hjá mér og ég fylgist með. Kannski heyrumst við þegar nær dregur.

Þín gamla vinkona Magga Auður ( finnst mjög vænt um þig og hugsa oft til þín)

margret auður (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 02:18

3 identicon

Hæ Jóna.

Gaman að rekast á síðuna þína. Og til hamingju með dótturina. Ég var einmitt sjálf að ferma síðasta sunnudag. Segir sitt um aldur okkar .

En ég hlakka til að hitta þig á árgansmótinu og skal allveg lána þér hendi ef þig vantar.

Kær kveðja Sibba.

Sibba (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband