20.4.2007 | 15:36
Þreytt en ánægð..........
Jæja nú á ég bara eftir að ferma eitt barn, það er eftir þrjú ár en ef að þessi þrjú ár líða jafnhratt og síðustu þrjú ár þá er næsta ferming hér um bil á morgun
.
Fermingin gekk vel, við höfum alveg frábæran prest, ræðan hjá honum var hreint stórkostleg, ekki væmin, ekki langdregin heldur bara falleg og skemmtileg, og einhvern vegin tekst honum að koma hugsunum mínum alltaf í orð. Mamman var bara komin með tár í augun og allt.
Fermingarbarnið stóð sig eins og hetja, var ( er) alveg dásamlega falleg og var okkur foreldrunum til mikils sóma.
Veislan var á Hótel Flúðum, ég mæli sko með því, fólkið það var á þönum og snérist í kringum okkur eins og við værum kóngafólk, allir voru svo ánægðir með veitingarnar, ekki síst ég.
Ég er í skýunum yfir þessu öllu, væntanlega eins og þið sjáið.
En núna tekur alvaran við, síðasta vikan í skólanum framundan og svo koma próf en það þýðir ekki að vera að fara á límingunum yfir þeim , þau eru nú ekki nema tvö og hálft svo að þetta hlýtur nú allt að ganga vel.
En svo er ég komin í SUMARFRÍ.
Jæja læt myndir fljóta með, það er að segja ef ég kann það
Athugasemdir
Til hamingju með stelpuna
Gaman að sjá myndirnar, sérstaklega fjölskyldumyndina! Ekkert smá flott fötin hennar Telmu, vildi að það hefði verið til eitthvað svona þegar maður var fermdur. Bestu kveðjur úr hitanum 
Ólöf , 20.4.2007 kl. 19:02
Til hamingju með fermingarbarnið
Flott fjölskylda þarna á ferð
Dísa (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 09:06
Innilega til hamingju með fallega fermingarbarnið...hún er ekkert smá flott
og þið öll náttútulega
Hefði alveg verið til í að komast en svona er þetta bara...frábært að sjá smá myndir!
Bið að heilsa í bili...gangi þér vel í próflestri og prófum
úff púff þetta er alveg að verða búið og svo bara SUMAR...jibbí
Fríður Sæmundsdóttir, 22.4.2007 kl. 19:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.