17.4.2007 | 08:54
Fortíðin.........
Ég hef ekki enn getað höndlað fortíðina, það sem ég gerði, það sem aðrir gerðu og það sem hefði frekar átt að gerast. Núna í vor er TUTTUGU ár síðan ég útskrifaðist úr gagnfræðaskóla og það á að vera bekkjarmót, einhvern vegin get ég ekki hugsað mér að fara, mér leið ekki mjög vel á þessum árum, fannst ég ekki passa inn í hópinn og vera svolítið utangátta. Það sem stendur uppúr er að ég eignaðist vinkonu, Löllu, sem vill svo skemmtilega til að ég er að endurnýja kynnin við , einmitt í gegnum bloggið.
Það sást ekki utan ámér hvernig líðan mín var, ég var afbragðs nemandi, þæg og góð, mætti alltaf á réttum tíma og reif aldrei kjaft eða neitt, en undir kraumaði þvílík vanlíðan sem ég er enn að vinna úr og er á góðri leið með að vinna bug á þessum tilfinningum.
Það er merkilegt hvernig maður verður eins og áður þegar maður hittir e-n sem var með manni í skóla, ég finn alltaf sma vanmáttinn og mig langar mest til að hlaupa út, þessir krakkar vita ekkert af þessu og þetta er heldur ekki þeim að kenna, því að þetta er baráttan við sjálfa mig.
Ég var að skoða bekkjarmyndirnar og það er ein af mér frá því í áttundabekk, getiði nú hver ég er
http://www.argangur71.blog.is/album/Bekkjarmyndir/image/172291/
hvernig í ósköpunum fannst mér ég vera feit, reyndar var ég búin að kvíða fyrir því að sjá myndirnar því að ég hafði nú ekki mikið álit á sjálfri mér, en þessi mynd er bara ágæt, aðeins úfin, en hvenær er ég ekki úfin??
Það togast á í mér að fara og ekki fara því að mig langar til að sigrast á þessum ótta og takast á við hann og vona að ég geti lagt gaggó að baki mér, en það verður gríðarlegt átak svo að ég bara veit ekkert í minn haus, mig vantar sjálfboðaliða til að halda í hendina á mér.
En nú ætla ég að fara að hugsa um fermingu , hún er ekkíámorgunheldurhinn, vonandi er ég búin að bjóða öllum, ef ekki þá er þér boðið hér með.
Athugasemdir
Veistu ég er sammála þér, fyrir mér voru þessi ár heldur ekkert allt of góð. Ég fór ekki á síðasta mót en ef heyrt að það hafi verið gaman og langar að kíkja núna.....við getum kannski haldið í hendina á hvor annari ?
Það væri ekkert smá gaman að hitta þig aftur. Og til hamingju með fermingarbarnið 
Ólöf , 17.4.2007 kl. 12:49
Já , eigum við bara ekki að gera það
mér lýst vel á að fá hönd til að halda í
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, 17.4.2007 kl. 14:46
Þú ættir að drífa þig á mótið og vinna þig úr þessari vanlíðan. Værir ábyggilega ánægð með þig á eftir...trúi ekki öðru
Og þessi mynd er alveg að gera sig...frábært að skoða svona "gamlar" myndir
(maður verður að passa orðbragðið
). Sá nú bara örvar fyrir mér þegar ég sá þig á þessari mynd...hann er ekkert smá líkur þér...enda gullfallegur
En góða skemmtun og gangi ykkur vel með ferminguna! Ég verð með í anda og mun svífa þarna yfir...ekki spurning
Verð bara að segja svona í lokin að mér þykir ótrúlega vænt um þig og ég hef tröllatrú á að þú eigir eftir að vinna úr þessari vanlíðan síðan í "gamladaga" (orðbragðið aftur
) Þú stendur þig svo svakalega vel...lov jú
Fríður Sæmundsdóttir, 17.4.2007 kl. 18:34
ó þið tvö sem ég þekki á þessari mynd eruð svooooo sæt (og mikil babe
)
Veistu, ég átti við sama vandamál að stríða, svona samkomur geta verið óttalegar. Ég þorði ekki og fór ekki!!! En sá helling eftir því, vegna þess að ég frétti að það hefði verið mjög gaman og svo voru margir sem mér hefði þótt gaman að hitta aftur eftir öll þessi ár...
En kosturinn við heimavistaskólana er að það voru ekki bekkjarmót heldur skólamót (allir sem voru í skólanum fyrir xx árum) Og þar sem ég var 2 ár í skólanum fékk ég annað tækifæri árið eftir. Tækifæri sem ég nýtti, dreif mig af stað með alla mína vanlíðan í stórum poka á bakinu. Og veistu, það var stórkostlegt. Frábært að upplifa að þessi vanlíðan tilheyrði mér ekki lengur, heldur einhverri óöruggri unglingsstelpu sem ég var fyrir 20 árum. Stórkostlegt að hitta alla vinina aftur, og rifja upp góðar stundir sem höfðu því miður oft fallið í skuggan af öðrum stundum í minningunni.
Amk sá ég ekki eftir að hafa farið og hvet þig til að láta vaða.
unnur (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 08:27
Ég hvet ykkur til að mæta í maí, enda vantar mótvægi við vitleysingana sem detta í sín gömlu hlutverk á svona samkomum
Annars er ég alveg sammála því að það var ekki góður andi í gaggó á Selfossi þarna um miðjan níunda áratuginn, en að sama skapi örugglega ...tja uppbyggilegt (og jafnvel gaman) að mæta á svona árgangsmót. Flestir hafa þroskast þótt einstaka séu kannski nálægt því sömu hálfvitarnir og áður
Kkv. Óli Kr.
Óli Kristján (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 03:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.