11.4.2007 | 11:01
Þegar maður býr til hræðslu.....
Ég er búin að segja oft og mörgum sinnum að ég sé skíthrædd við hesta, en þegar svo er komið að ég þarf að hjálpa dóttur minni með hann Glæsi þá uppgötvaði ég að ég er bara ekkert hrædd við hesta og finnst þetta stúss í kringum þá bara mjög skemmtilegt. En þetta gengur ágætlega allt saman. Svona er þetta þegar maður ákveður eitthvað sem ekki reynist svo rétt, þá skemmir maður svo mikið fyrir sér því maður missir af mjög skemmtilegri og spennandi upplifun. Svo gerir þetta hestastúss okkur mæðgur nánari þannig að þetta er bara frábært.
Ég er að reyna að verða stressuð fyrir þessa blessuðu fermingu en það gengur eiginlega ekkert því að það er allt komið eða er á leiðinni.
Þakklæti, ég er að springa úr þakklæti fyrir að eiga svona góðan mann, við erum eins og ástfangnir unglingar og búin að vera gift í 12 ár hvernig ætli þetta verði þegar við erum búin að vera gift í 50 ár
!! Hann er svo hugulsamur, hann veit náttúrulega að ég er að reyna sleppa sykri og þess háttar, svo að hann hafði fyrir því að finna handa mér sykurlaust páskaegg, ef þetta er ekki hugulsemi þá veit ég ekki hvað það er.
Jamm nú eru farin 25kíló þetta er alveg gríðarlega mikill munur frá því sem var. Ég var alltaf síðust, alltaf móð og langaði ekkert mikið til að halda mér til því að það var eitthvað svo vonlaust en þegar maður er farinn að leggja fötum því að þau eru orðin OF stór, það er frekar skemmtilegt. Ég fór á eitt fjall um páskana ( reyndar hélt ég að ég myndi deyja á leiðinni því að hjartslátturinn var kominn upp í 170 slög á mínútu en ég er enn lifandi og bara nokkuð spræk
.
Ég ætla að láta þetta gott heita í bili, knúsist eins og þið getið, og hafið fjallið í huga
Athugasemdir
Wow 25 kíló !! Til hamingju með það, þú ert ekkert smá dugleg !
Hvernig hefurðu farið að þessu ?
Ólöf , 11.4.2007 kl. 19:11
Sæl Jóna
Hjartanlega hamingjuóskir með kílóin bara glæsilegt orðin mega beib
hlakka til að sjá skutluna í fermingunni
kær kveðja úr dalnum dásamlega
Inga (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 13:59
Þú endar náttl. á að vera forfallin hestamanneskja með lágmar 10 hesta á járnum.
Ég sé að mobilhome húsfreyjan er loksins farin að geta svarað þér.... heldurðu að hún sé búin að fatta hvert á að fara á fimmtudaginn? Siggi ætlar á Geysi, ég held ég fari á Þingvöll en Andrea er laaaang skynsömust. Hún ætlar í Ásgerði og fá far með fólkinu þar
Sjáumst í sumar (amk heitir fimmdudagurinn "sumardagurinn fyrsti"
)
kv
Unnur
Unnur Guðlaugsdóttir (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 08:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.