5.4.2007 | 13:50
Letilíf.....
Það er alveg dásamlegt að vera í fríi veðrið er alveg dásamlegt og það er hægt að fara í göngutúra án þess að kapplæða sig, bara fara á peysunni, frábært.
Ég er svo ánægð með lífið og tilveruna þessa dagana og ef þið heyrið háa sprengingu þá vitið þið hvað það er, ÉG . Það eru bara 12 kennsludagar eftir, jibbí, þá er ég komin í sumarfrí
, en kannski þarf ég að gera eitthvað heima, bara kannski.
Svo er að styttast í fermingu, það er allt komið, held ég. Alla vega er ég nokkuð róleg, held að það sé búið að bjóða öllum
og vonandi veit fólkið hvert það á að mæta!!
Nú þarf ég að snúa mér að verkefnavinnu í sálfræði, nú er verið að taka fyrir afbrigðilega sálfræði og það versta er að ég kannast við mig í alltof mörgu en það er nú bara ég.
Hafið það gott um páskana og klífið eitt fjall ( það má vera hóll eða jafnvel þúfa)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.