PÁSKAFRÍ...............jibbí

Ég á bara eftir að fara í tvo tíma og svo er ég komin í páskafrí,  en ég held samt að ég hafi alveg nóg að gera.  Ég ætla sofa fram að hádegi, liggja fyrir framan sjónvarpið, leggja mig seinni partinn og fara svo snemma að sofaLoL.  NEI öðru nær, ég þarf að gera rosalega margt, taka vel til ( þurrka rykið) fara í sund ( með dætrunum), ganga á fjöll ( bara lítil fjöll til að byrja með), borða páskaegg ( nr 1Frown), fara í heimsóknir, lesa einn passíusálm, Telma les einn og ég einn í Hrepphólum á föstudaginn langa, vera ofborðlega góð og skemmtileg móðir, ekki það að ég sé það ekki alltaf, ( kannski ekki að allra mati), fara í saumó ( borða), læra, (nokkur verkefni sem bíða).  Kannski geri ég bara ekkert af þessu og ligg í leti.  Ég veit ekki.

En ég hef  verið að hugsa um góður, betri bestur.  Af hverju fá þeir sem eru bestir alla athyglina þegar íþróttir eiga í hlut, ætti það ekki að vera öfugt, þeir sem eru slakastir þurfa mestu uppörvunina?  Og af hverju þarf ALLTAF að vera að keppa?Devil Mér finnst bara í góðu lagi að æfa eitthvað og hafa gaman að því, hvernig fer það með þá sem eru ekki bestir að þeir fá ekki að keppa af því að þeir eru ekki nógu góðir, hvað segir það um þjálfarann?  Hvernig fer það með sálina?  Hvað á maður að segja við barn sem segir, ég fæ ekki að vera með af því að ég er svo léleg?  Mér finnst þetta ótrúlega sárt og er frekar foj út af þessu.  Ég skal viðurkenna það að við erum ekki þær íþróttamannslegustu í bænum og við vitum af því, af hverju þarf þá að strá salti í sárin?  Hvernig væri að hafa fleiri en einn hóp, kannski einn sem getur það auðveldasta, kannski væri hægt að skipta þessu niður í holl, athyglinni yrði beint að hverju holli fyrir sig, ekki bara að þeim bestu.

Kannski er ég ekki með skap keppnismannsins en hvað er að því að finnast eitthvað gaman og láta þar við sitja?

Nú er ég búin að hella úr skálum reiði minnar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband