Vor, hver sagði að það væri að koma vor!!

Ég held að það verði snjór fram á sumar, ég lenti í miklum lífháska þegar ég reyndi að fara út að ganga í gær,  það eru skaflar alls staðar svo að ég ætlaði að reyna að ganga í vegkantinumCool en það var mikil fífldirfska, ég er viss um að það gáfu allir í og reyndu að keyra eins nálægt mér og þeir gátuDevil kannski reyndu einhverjir að ná mér með hurðFrowninni en ekki hitt. Þannig að ég fór bara á þrektækið hérna heima, sem er frekar orðið leiðingjarnt.  En það er betra að fara á það en að fara í tækjasalinnWink.

Ég hef verið að hugsa um eldri dóttur mína, hún er byrjuð með gelgjuna, en samt frekar vægt, eftir því sem mér skilst, en þessi endalausa fýla og reiði, hvernig á maður að höndla svoleiðis, ef að maður skammast á móti þá er rokið inn í herbergi og skellt hurðum, ef maður reynir að beita einhverjum rökum er rokið inn í herbergi og skellt á eftir sér.  HVað getur maður gert??Frown  Það hlýtur að fylgja þessu vanlíðan.  Ég held að unglingar verði andsetnir!!Devil  Nei auðvitað ekki, en það er eins og maður þekki ekki barnið sitt lengur, stundum stend ég og kem ekki upp orði, sko ég!

Jamm, svo er maður að fara að skoða hross, eina vitið sem ég hef á þeim er að hvernig þau bragðist best, reykt eða söltuð! 

Vonandi verður eitthvað vit í þessu hjá okkur.

Við skulum brynja okkur fyrir gelgjunni og bíta á jaxlinn og bölva í hljóði ( upphátt ef enginn er nálægt) og vona að allir lifa þetta af og komist jafngóðir frá þessu tímabili.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríður Sæmundsdóttir

En að prófa að taka hurðina af herberginu hennar...þá getur hún allavegana ekki skellt

Vonandi tekur hún gelgjuna út á stuttum tíma, ekkert betra að eyða mörgum árum í þetta! Svo finnst mér alveg makalaust hvað "litla" barnið er orðið stórt...ekki svo langt síðan ég var að passa hana, litla og saklausa...og án allra gelgjustæla

kv.Fríður

Fríður Sæmundsdóttir, 20.3.2007 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband