Aumingjaskapur

Það sést best hvað maður hefur það gott þegar maður finnur til einhversstaðar.  Smá skrýtið en eiginlega bara satt!  Mér varð eitthvað illt í mjöðminni þegar ég fór í göngu í gær, þegar ég kom heim var ég næstum dáin ( ath að mínu mati, en ekki læknaBlush)  Ég settist niður og gerði ekki meira þann daginn, annað en að vorkenna sjálfri mér og ímynda mér að líf mitt væri ónýtt,EN svo fór ég í sjúkraþjálfun, eftir að hafa verið viss um að vera á leiðinni í uppskúrð til að taka löppina af við öxl, þá var ég toguð og teygð og látið braka í mér hér og þar og viti menn! Ég er bara hérumbil orðin betri en nýWizard hún Bylgja mín er göldrótt, ég er alveg viss um það.

Þetta kennir mér að vera aðeins minna dramatísk, það eru svo margir sem þjást og fá aldrei bót meina sinna og kvarta aldrei þannig að mér finnst ég ekki vera mjög merkilegur pappír þessa stundinaErrm

Maður lærir svo lengi sem maður lifirCool 

Ég ætla að reyna að kvarta ekkert í dag ( fyrir utan þetta morgunBlush)

Ég ætla að fara að læra bragfræði, alveg dásamlegt fyrirbæri ( or not)Devil þetta er örugglega myndlíking!!!

Komum í keppni!  Hver kvartar minnst!!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æi þú ert alveg dásamleg :)

kv

Unnur

Unnur Guðlaugsdóttir (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 08:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband