Messa...

Við mæðgur fórum í messu áðan, það er alveg ótrúlegt hvað  séra Eiríki tekst að hitta í mark í ræðunni, hann hlýtur að vera með njósnara sem skráir allt niður sem ég geri!!  Hann var að tala um föstuna, enda fyrsti sunnudagur í lönguföstu og hvað við þyrftum alltaf að eiga allt.  Það er alveg satt, allt þarf maður að fá og ef að þessi á eitthvað sem ég á ekki, þá verð ég að fá eins, burtséð frá því hvort að maður þurfi það eða ekki.

Það væri gott fyrir okkur að fara til einhvers sem er ekki jafn lánsamur og við og reyna að lifa því lífi sem sá lifir.  Það ætti að vera til svo heimtufrekjumeðferðHalo. Við gætum farið í mánaðarmeðferð og kynnst því að eiga ekkert og ekki geta veitt sér neitt, nema það bráðnauðsynlegasta, mat og klæði ef að það er þá hægt.   Ég ætla allavega að hugsa mig um áður en ég fer og kaupi mér ný föt fyrir hjónaballið, því að í raun þarf ég þau ekki því ég á fullan fataskáp af fötum sem langar alveg rosalega til að fara á ballWoundering.  Núna finn ég að það eru að vaxa vængir út úr bakinu á mér svo að ég ætla að láta þetta gott heita í biliWink því að geislabaugurinn er svo skær að ég sé ekki nógu vel til að skrifa meira.

Njótið lífsins án þess að kaupa eitthvað "must"Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríður Sæmundsdóttir

Ég er einmitt aðeins að kynnast þessu þessa dagana, verandi ekki að vinna og þurfa að lifa á elsku karlinum mínum Og einmitt í samandi við hjónaballið, ég ætla að finna eitthvað í skápnum mínum til að vera í...enda nóg til þar

Fínt að kynnast þessu "líferni" ef svo má kalla, þá finnur maður hvað maður hefur það annars gott

En við sjáumst hressar og klikkaðslega flottar á hjónaballi

Fríður Sæmundsdóttir, 25.2.2007 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband