Leti....

Jæja gott fólk

Ég hef enga afsökun fyrir því að hafa ekki bloggað nema leti, sem er reyndar ekki afsökun.

Ég hef það bara mjög gott, nóg að gera, í skólanum, heima og í ýmsu.

Mér finnst frábært hvað er farið að vera lengi bjart og alveg farin að ímynda mér að einhvern tíman komi vor, það styttist allavega óðfluga í ferminguFrown, en ég er búin að panta flest sem þarf að panta við erum búnar að finna kjólinn, sem ég hélt að yrði mesti höfuðverkurinn, en gekk eins og í sögu.

Það eru allir hressir, ég er í nokkuð góðu ástandi, þokkalega stabíl.Wink

Vitið þið að maður áttar sig ekki alltaf á því hvað maður er heppinn,  það er bara  nauðsynlegt að átta sig á því, vegna þess að maður er alltaf að kvarta og öfundast út í fólk en sér svo ekki hvað maður hefur það gott, 1. ég á frábæra fjölskyldu, 2. þak yfir höfuðið, 3. Nóg að bíta og brenna og hvað getur maður beðið um fleira??

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríður Sæmundsdóttir

Mikið er ég sammála þér...ekkert smá gott að finna það að daginn er farinn að lengja Sálin lyftist með hækkandi sól

Já maður er allt og mikið að eyða tíma og púðri í það að öfundast út í næsta mann...sem hefur það svo líklega bara ekkert betra en maður sjálfur!!

En bið að heilsa í bili...róleg sumarbústaðarhelgi framundan hjá mér mmmm...get ekki beðið

Fríður Sæmundsdóttir, 22.2.2007 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband