Uppljómun...

Ég fór um daginn að fylgjast með eldri stelpunni minni að keppa í boccia á íslandsmóti fatlaðra með Suðra á Selfossi, ekki sakaði að daman átti afmæli svo að það var tekið á móti henni með knúsi og söng og mikil einlægni og hlýja sem skein úr öllum andlitunum sem voru þarna. Þær fengu verðlaun skvísurnar í hennar liði og átti Telma mín stóran þátt í því.

Ég varð eiginlega klökk því að þarna var Telma ekki síðust valin, ekki sitjandi ein, ekki sitjandi á bekknum af því að hún var síst af þeim sem voru í liðinu, þarna var HÚN sjálf á sínum forsendum og skipti miklum sköpum hvort að liðið vann eða ekki.  Þetta var svo mikil reynsla fyrir mig að sjá. því að mér hefur alltaf liðið illa með hversu mikið ein hún hefur verið. 

Henni líður svo miklu betur núna með vinum sínum, fer á rúntinn með  þeim og í partý og á böll og ég gleðst innilega í hjartanu yfir þvi. Núna er þessi duglega stelpa að byrja í ökukennslu og fær æfingaleyfi von bráðar því að hún stendur sig svo vel, ég get fullyrt það að það þarf aldrei að hafa áhyggjur af því að Telma brjóti lög, keyri of hratt eða virði ekki rétt annarra í umferðinni.

þessi umræða sem hefur verið með sérskóla hefur vakið hjá mér spurningar um hvernig ég myndi vilja sjá þetta í dag, ég myndi vilja hafa alla skólagöngu barna með sérþarfir eins og er á starfsbraut í Fsu því að þar eru krakkarnir í hóp með folki með svipaða erfiðleika í námi en eru samt í skólanum með öllum hinum krökkunum líka og hafa tækifæri á að taka áfanga innan almenns skólakerfis ef að getan er næg til þess.  Mér finnst þessi blöndun fín en maður veit það sjálfur að ef að maður er vanvirkur í stórum bekk eru meiri líkur en minni á að týnast þó að það sé alls ekki ætlunin hjá skólafólkinu.

Bara hugleiðingar um það sem á mér brennur... knús á línuna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband