25.9.2010 | 19:10
meira....
Ég er komin heim, mikið er gaman að koma heim og sjá að manns hefur verið saknað :)
Ég er hæstánægð með vikuna fyrir norðan og búin að læra eiginlega meira kynnast svo mörgum möguleikum sem maður hefur í höndunum fyrir skjólstæðinga, hvort sem þeir eru með einhverja fötlun eða ekki. Minnst á fötlun þá gerði mín fötlun vart við sig á óþægilegan hátt, við hittumst allar skólasysturnar og elduðum og borðuðum saman, það var mjög gaman og síðan var farið að tala um útskriftarferð og fjáröflun, og hvert ætti að fara og allir vildu fara til útlanda og hjartað í mér sökk niðri í gólf og ég átti í mestu vandræðum með tárin, þau hótuðu að koma en ég sat þarna og reyndi að hafa stjórn á mér. Allar voru stelpurnar kátar og sammála um það að það væri æðislegt að fara til útlanda, hvert sem það væri. En óttinn sem reis í brjostinu á mér var ekki á því að það væri eitthvað æðislegt! Mér er rétt farið að líða vel með að fara ALein til Akureyrar og vera þar og eiga í samskiptum við alla, þá kemur þetta. Mér fannst erfiðast að sitja þarna í þessum hressa og káta hóp og vera frá mér af ótta og ekki taka þátt í tilhlökkuninni. Auðvitað er gaman að fara til útlanda og ekki síst með þessum frábæra hóp sem ég tilheyri og ég ÆTLA að vera komin yfir þennan ótta þegar VIÐ förum, hvert sem það er. Eins leið mér ekki vel þegar var farið að útbíta verkefnum fyrir ferðina, ég gat ekki hugsað um neitt nema þennan ótta sem gagntók mig og var mjög þögul það sem eftir var kvöldsins. Mig langaði svo mikið að geta verið eins og þær, hlakkað til að fara án þess að verða skelfingu lostin, ég sá hvernig ég vil verða, ég er á þessari leið það tekur smá tíma en þetta kemur allt vonandi, enda ekki annað hægt með svona frábærum skvísum í námi og bestu fjölskyldu í heim til að styðja mig í því.
hetjuknús og kossar á línuna :)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.