21.9.2010 | 18:50
meiri gleði....
Jæja, er núna fyrir norðan í fjarnemavikunni. Ég er bara að springa úr hamingju með þetta allt saman, þetta er svo gaman og mér finnst ég vera í svo frábæru námi og finn mig svo í þessu öllu saman. Það er svo auðvelt að koma hingað, að vera hjá frænku minni er eins og mitt annað heimili, hef ekki þessa gesta tilfinningu heldur haga ég mér eins og heima hjá mér ( bara með minni húsverkum og set minna í vél þessa daga ;) )
Ég sakna auðvitað fjölskyldunnar en mér finnst ég ekki ofurháð þeim eins og áður- sem er gott því að ég var orðin full mikið háð manninum mínum. Ég er dáldið hrædd um að það komi eitthvað bakslag úr því að allt gengur svona vel núna ( gamli púkinn á öxlinni) en er á meðan er og ég ætla njóta þess á meðan.
í dag vorum við í allskonar æfingum sem varða allskonar mál gagnvart geðheilsu, mikið unnið með snertingu og þetta var erfitt að mörgu leyti þar sem ég er ekki mjög hrifin að því að fólk sé að koma við mig, þannig að þetta var mjög góð reynsla, bæði að láta koma við mig og að koma við aðra, verst fannst mér að rúlla mér yfir liggjandi stöllur mínar, hélt að þær myndu nú ekki lifa það af að fá heilan fíl yfir sig, en þær eru nú ótrúlega sterkar þessar skvísur. En mér finnst gott að knúsa fólkið mitt en kannski eru þetta leyfar af frá kynferðismisnotkuninni, því að mér finnst ekki alltaf viðeigandi að knúsa alla, en ég er að æfa mig:) Og ég er mjög ákveðin í því að börnin mín þurfa ekki að knús eða kyssa einn eða neinn sem þau vilja ekki, það á ekki að neyða snertingu upp á neinn!
læt þetta duga í bili
knús og kossar á línuna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.