Gleði

Jæja þá eru réttirnar afstaðnar og ég fór í þær með því hugarfari að það væri gaman.  Áður fyrr fannst mér þetta alveg hrikalega leiðinlegt og var á tímabili hætt að fara of því að mér leið hreint út sagt hörmulega innan um svona margt fólk og neyðast til að halda upp samræðum af einhverju tagi.  En þetta var svo gaman í gær, ég spjallaði bara við fullt af fólki og heilsaði mörgum og var bara þokkalega afslöppuð.  Ég held að það sé ekki síst skólinn sem hefur hjálpað mér því að félagsfælnin hefur minnkað mjög mikið, að eiga samskipti við skólasystur mínar er alltaf að verða léttara og léttara og ég hef það ekki á tilfinningunni að ég sé eitthvað vitlausari en þær, þær hafa auðvitað aldrei sýnt mér annað en góðmennsku og almennilegheit- takk stelpur :*  . 

En sjálfstyrkingar námskeiðið sem ég fór á  i vor hefur hjálpað mér helling með mína eigin fordóma gagnvart sjálfri mér, ég er farin að hrósa sjálfri mér meira ( þegar ég á það skilið).   Ég hef alltaf efast um hvort að ég eigi að segja frá sjúkdómunum sem hrjá mig, því að mér finnst óþarfi að vera auglýsa "aumingjaskapinn" og draga að mér athygli.  Ég hef oft hugsað: æ hvað ætli þau hafi áhuga á að heyra eitthvað um þunglyndið eða kvíðann, en ef allir hugsa svona þá verður engin framþróun í meðferðum við geðsjúkdómum og allir sitja út í sínu horni og þjást. 

Ég held að ég haldi bara áfram að tala um veikindi mín, hvort sem það eru geðsjúkdómarnir eða vefjagigtin.  Þetta eru hvoru tveggja frekar duldir sjúkdómar, þeir sjást ekki utan á manni, mér finnst ég alltaf vera að svindla þegar ég get ekki sýnt einhversstaðar svart á hvítu að ég er með vefjagigt, maður kvartar um verki hér og þar en getur ekki sýnt neitt, ekki aflögun á liðum ( sem betur fer) eða eitthvað þannig.  Svona er nú hugsunarhátturinn hjá mér, dáldið skrýtinn ;).  En hvernig á fólk að vita hvað þetta er ef maður talar ekki um það?  Hvar erum við þá stödd, fyrir nokkrum árum var vefjagigt talin leti, þunglyndi geðvonska og kvíði athyglissýki svo að það hefur breyst til batnaðar en samt er enn langt í land.

Ég er ákaflega heppin manneskja, á frábæra fjölskyldu og góða vini sem taka mér eins og ég er, þó ég sé stundum smáskrýtin en hver er ekki smáskrýtinn?

gleðiknús....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þögnin i kringum geðsjúkdóma er slæm. Þegar Jóhannes varð veikur fyrir einhverjum árum komst hann fljótlega að því að sá eini sem var með fordóma gangvart sjúkdómnum var hann sjálfur. Opin umræða er af hinu góða.

Gangi þér vel Jóna í námi og baráttu við sjúkdóma þína.

Ingibjorg (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband