8.9.2010 | 12:03
Hux hux
Ég var að hlusta á fyrirlestur um sjúkdóma og þar á meðal var komið inn á lungnakrabba, ég átti mjög erfitt með að hlusta á hann, því ég sá alltaf Gunnu systur fyrir mér deyjandi vegna þessa hræðilega sjúkdóms, svo koma hvað ef spurningarnar, hvað ef þetta hefði verið strax rakið til lungnanna í staðinn fyrir brjóstið því það fannst fyrst i í brjóstinu ætli eitthvað hafi farið öðruvísi? Hvað ef hefði hún ekki reykt? Hvað ef , hvað ef? Sá sem kennir þetta fag er mjög beinskeyttur og auðvitað á að vera það en mér leið ekki vel í þessum fyrirlestri og á sjálfsagt eftir að hlusta á fleiri sem valda mér ónotum. Ég held að þessi viðbrögð mín sýni að sorgin er ekki langt undir yfirborðinum, þó að maður sýnist vera hress og glaður. En ég náttúrulega oft hress og glöð en það kom mér á óvart hversu mikil áhrif þessi fræðsla hefur á mig. Eins hef ég hlustað á fyrirlestra um hjálpartæki og ýmsar vörur sem fólk þarf á að halda, þá hef ég hugsað um þegar ég fór með Gunnu að kaupa hárkollu ( sem hún reyndar notaði aldrei) og brjóst, það var reyndar mjög skemmtileg ferð og við hlógum mikið.
Alltaf þegar ég fer í kirkjur í útlöndum kveikti ég á kerti fyrir pabba en í síðustu ferð kveikti ég á tveimur, mér finnst þetta fallegur siður sem hjálpar manni að minnast þeirra förnu, ég geri þetta til að minnast þess að þó að líkamlega séu þau ekki hérna þá geymi ég þau í hjarta mér hvert sem ég fer
læt þetta duga í bili, þangað til ég hlusta á næsta fyrirlestur ;)
knús og kossar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.