3.2.2010 | 12:25
Pælingar...........
Ég er stundum að velta fyrir mér hvað það er sem hefur áhrif á líf okkar. Hvernig manneskja væri ég ef að ég væri há grönn og ljóshærð, sjálfsörugg og með allt á hreinu? Væri ég sama manneskjan? Þó að ég eigi við ýmislegt að stríða og mér finnst það há mér nokkuð mikið væri ég sama manneskjan ef að það væri ekki?
Ef að ég væri ekki félagsfælin, væri ég þá allstaðar á öllum samkomum að láta ljós mitt skína ( eitthvað sem að mér finnst ekkert sérstaklega skemmtilegur eiginleiki hjá öðrum, kannski öfund?)? Ef ég væri ekki þunglynd, kynni ég þá að meta góðu dagana,l þegar allir dagar væru góðir dagar (að vísu koma slæmir dagar inn á milli hjá þeim sem eru heilbrigðir líka en þeir eru mun færri og líklega vilja þeir halda áfram að lifa)? Ef ég væri ekki með vefjagigt kynni ég þá jafnvel að meta það að komast upp á einhvert fjall, ef ég gæti bara stokkið upp á það? Ef eg væri ekki kvíðin myndi ég þá verða jafn ánægð þegar ég næ fögunum í skólanum?
Ég held að ég væri einhver allt önnur, kannski einhver sem mér líkaði ekki einu sinni við ( þó þýðir það ekki að mér líki ekki við fólk sem getur þetta allt ;))!
Kannski er ég í einhverjum Pollýönnuleik með þetta allt saman en kannski þarf ég þess bara til að standa mig í mínum hlutverkum.
Eins og áður þá set ég þetta inn meira fyrir mig en ykkur er velkomið að lesa og kommenta :)
Heimspekiknús á línuna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.