Áramótaheit....

Gleðilegt ár! 

Ég hef oft strengt áramótaheit og ekki staðið við þau, ein áramótin ákvað ég að strengja aldrei aftur áramótaheit en ég er búin að brjóta það líka.   En á þessu ári er ég búin að ákveða að hætta að vera með samviskubit yfir því að sinna sjálfri mér, hvort sem það er að eyða mestum tímanum í lærdóm eða fara út að ganga,  mér finnst ég alltaf vera að svíkja aðra og hugsa ekki nógu vel um þá, finnst að ég eigi að gera betur, fara oftar í heimsóknir, þetta er slítandi og ég er hætt, nú ætla ég bara að vera sjálfselsk og hugsa fyrst um mig og síðan hina ( ég fæ kvíðakast við að skrifa þetta;)).  Svo er ég með þessi venjulegu áramótaheit, að verða há grönn og ljóshærð, en ég hef eitt á dagskránni, það er að fara í eins margar kirkjur á suðurlandi og ég get, þá í messu.  Jamm ég veit, undarlegt heit það, en ég hef bara aldrei haldið því fram að ég sé eitthvað annað en undarleg;)

Nýja árið leggst ákaflega vel í mig persónulega, held að þetta ár eigi eftir að verða frábært, með fullt af gönguferðum, samverustundum með fölskyldu og vinum ( þegar ég er búin að sinna mér;))

Nú er allt að fara í gang, í sinn venjulega farveg, Sandra er byrjuð í skólanum, við Telma byrjum á morgun og Örvar í dag, sá eini sem getur leyft sér einhverja leti er húsbóndinn enda á hann það alveg skilið eftir vinnutörnina í pelsuninni.

En ég læt þetta duga í bili, áramótaknús á línuna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband