Kvart og kvein :(

Ég væri til í að júní 2012 væri runninn upp, það styttist, en þessa stundina finnst mér ég ekki eiga neina lausa stund, því að allt snýst um lærdóm og aftur lærdóm.  Ef að ég er að gera eitthvað annað en að læra þá er ég með samviskubit yfir því að vera ekki að læra og þegar ég er að læra þá er ég með samviskubit yfir því að sinni ekki fólkinu mínu nógu vel!  Þannig að ég þjáist af stöðugu samviskubiti, síðustu daga hef ég fundið fyrir uppgjöf sem ég hef ekki fundið fyrir í laaaaangan tíma, ég nennissuekki lengur á fleiri en einn hátt. 

En ég ætla að ekki að gefast upp, það kemur ekki til greina, hvorki í náminu eða á lífinu.  Ég á bara rúmt ár eftir af skólanum og þó að ég geti ekki ímyndað mér þessa stundina að einhver vilji þiggja þjónustu mína þegar ég er útskrifuð þá held ég samt áfram með þá hugsun að ef ég hætti núna á ég alltaf eftir að sjá eftir því.

Ég á svo góða að sem að hjálpa mér á svo margan hátt og í augnablikinu finnst mér ég ekki vera að endurgjalda greiðann og skil ekkert í þessu fólki að vera eitthvað að púkka upp á mig, þar sem ég hef mjög lítið til að gefa af mér.

Þetta hljómar eins og væl og er það sjálfsagt en núna þarf ég aðeins að væla og mín aðferð er að setja það hér.  Ég er líka með samviskubit yfir því að vera með þetta væl því að það eru fáir jafn heppnir og ég.

En öll él birtir um síðir og ég verð orðin söm á ný áður en langt um líður.

knús


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Knús á þig elsku frænka! Það er ekki í boði að hætta núna...annars er mér að mæta;) Ég skil hvað þú ert að tala um, ef maður er ekki að læra þá hugsar maður um lærdóminn en flestar mínútur situr maður við lærdóminn og hugsar um familíuna sem manni langar að eyða tímanum með. Ég held að allir þínir viti að þú átt eftir að endurgjalda þeim allan þennan tíma þegar þú ert búin með námið og það gerir þau eflaust líka hæst ánægð að þú sért að gera það sem þig langar til að gera:)

Sendi þér góðar kveðjur, baráttukveðjur með lærdóminn:) svo er þetta held ég alltaf svona hjá manni, þegar farið er að styttast í annan endann á þessu öllu saman þá er maður eiginlega komin með nóg!! en það er stutt eftir....hugsaðu bara hvað þú ert búin með mikið...næstu því 3 ár!! :):):)

En svo er alveg leyfilegt að kvarta, kveina og væla inná milli - þannig fær maður smá útrás:)

Kossar og knús, Fríður

Fríður (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband