Hux

Ég fór á umræðufund um sorg og sorgarviðbrögð í gær, mjög fróðlegur og gagnlegur fundur, en presturinn sem var að tala, kom oft inn á það að hafa komið til fólks þar sem maki eða barn hafði framið sjálfsvíg og það fékk mig til að hugsa.

Ef að mér hefði tekist að deyja þarna um árið, þá hefði ég misst af svo miklu, öllu sem ég hef áorkað og öllu sem fólkið mitt hefur áorkað, fyrir utan það að ég hefði skilið eftir mig opin sár sem hefðu kannski aldrei gróið til fulls. Þess vegna er ég svo þakklát fyrir það í dag að hafa snúið aftur til lífsins og fengið þetta allt sem mér hefur áskotnast í gegnum lífið undanfarin ár. 

 Þó að það komi stundir þegar mig langar ekki til að lifa lengur þá veit ég að ég geri aldrei neina alvöru úr því vegna þess að ég á svo mikið af dásamlegu fólki sem á svo miklu meira skilið frá mér en að ég gefist upp. Ég er svo rík af fjölskyldu og vinum sem að veita mér meiri styrk en þeir hafa hugmynd um, eitt lítið hrós gerir svo mikið, ég lifi á því endalaust og að vita um að svona mörgum þykir vænt um gerir lifið þess virði að lifa því.

En ég ætla ekki að fara að velta mér upp því sem ég gæti mögulega hafa misst af heldur snúa mér að því sem ég á, hef og get, því að það er langur vegur frá þeirri Jónu sem hafði gefist upp á lífinu og þeirri sem skrifar þetta nú.

Þakklætisknús á línuna...............Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband