Bara....

Ég held að það sjáist best á hversu vel mér líður á því hversu sjaldan ég set eitthvað hér inn. Það koma tímar þar sem mér líður ekki vel en það er miklu meiri tími sem fer í að gleðjast og hafa gaman.

Það er eiginlega bara bilun í skólanum, búin að vera í mörgum heimaprófum, skila verkefnum og bara eiginlega alveg á kafi í lærdóm svo datt okkur hjónakornunum að fara í viku til útlanda ( er ekki í lagi sko!) en ég á svo frábærar skólasystur sem ég er með í verkefnum og er búin að vera svo dugleg að vinna það sem þarf svo að þetta ætti allt að ganga.

Ég hef verið dugleg að fara út að ganga og finn að það gerir gæfumuninn, bæði með líkamlega og andlega heilsu, svo ætla ég að vera komin í svo gott form í sumar fyrir gönguferðinar þá ;) Ég fór í góðan göngutúr í dag og var að hugsa um hvað ég væri nú feit og ólöguleg eitthvað, en þá datt mér bara í hug að hugsa þetta öðruvísi. Sko! Ég ætla að hætta að hugsa um fitu og útlit ( nema náttla svona eðlilegt viðhald ;) ) Ég ætla að hugsa um að vera í betra formi í sumar en áður og hugsa um hvað ég læt ofan í mig svona yfirleitt, geri það nú oftast nær, í stað þess að hugsa alltaf um að ég þurfi að breyta mér svona eða svona og eigi ekki að gera þetta eða þetta, þá ætla ég að bæta mig, ekki breyta mér. Er þetta ekki sniðugt hjá mér. Júbb ég held það núJoyful

bjartsýnisknús á línuna :)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband