Smá fréttir

Jæja, er ekki kominn tími á smá fréttir?

Skólinn er byrjaður með trukki og dýfu, búin að skila tveimur verkefnum og skólinn byrjaði á miðvikudaginn!  Það er nú eiginlega bara ótrúlegt að ég sé komin á þriðja ár, finnst eins og ég hafi verið að byrja í gær.  Ég finn ekki fyrir neinum kvíða fyrir skólanum, held að þetta verði skemmtilegt ár, örugglega hunderfitt en þá verður meiri gleði þegar það er búið.  Staðlotan verður 20-24 sept og verknámið frá 28 okt til 3 des þannig að ég verð á flakki.  Ég fer á Grensás- endurhæfingu í verknám og held að það sé alveg gjörólíkt því sem ég var síðast, á Hugarafli.  En þetta verður örugglega góð viðbót í reynslubankann.

Við erum búin að fara í heimikið ferðalag, fórum til danmerkur -> noregs -> svíþjóðar-> danmerkur-> þýskalands -> danmerkur, heilmikið ferðalag en alveg frábært í alla staði.  Fórum til Lübeck sem er fæðingarstaður mömmu og þar bjó hún fyrstu 6 árin, mér fannst þetta dáldið eins og ég væri í pílagrímsgöngu, að sjá alla staðina sem ég hef séð á myndum og heyrt talað um, bara frábært.  Við heimsóttum vini okkar í Noregi, alveg meiriháttar að hitta þau, svo fórum við til frænku hans DIdda í Svíþjóð bara gaman.

Þetta árið förum við kvenþjóðin bara í skóla, Örvar fer ekki í skóla þetta árið í fyrsta skipti í 14 ár, Telma er að byrja annað árið ( þriðju önnina) í FSu og Sandra fer í 9.bekk og DIddi ætlar að vinna fyrir okkur ;)

Ég er bjartsýn á lífið og tilveruna og hlakka til þeirra verkefna sem bíða okkar þennan veturinn.

Knús og kossar á línuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband